AntiTrust skrifaði:Nokkrir punktar útfrá eigin reynslu.
Persónulega tæki ég AMD setupið, kannski ekki endilega þennan örgjörva samt, hugsanlega overkill, en overkill er alltaf plús í þegar kemur að Plex. Mér hefur fundist raunkjarnar vera að koma betur út en Intel HT gaurar, en hvorugir þessir örgjörvar eru aldrei að fara að vera flöskuhálsinn hjá þér á meðan þú ert á VDSLi.
Hvað varðar passmark þumalputtaregluna þá er hún pínu overrated. Ég er með FX8350 (8core) yfirklukkaðan í 4.4Ghz og hann höndlar mikið meira en 5 transkóðunarsamtímaspilanir.
Plex getur notað alla kjarna, hvort sem það eru raunkjarnar eða þræðir.
Að vera með allt að 8 manns að streyma á VDSL er frekar metnaðarfullt, en ef þetta er meira um HDTV/low bitrate 720p efni frekar en 1080p myndagláp þá sleppur þetta hugsanlega.
Sammála með diskavalið, SSD og stærðina. Metadata mappan hjá mér er komin hátt í 200GB og stækkar sífellt, og eftir að ég svissaði PMS vélinni yfir á standalone SSD þá er allt browse/search hraðara og disk I/O nýtisprósenta mikið lægri en áður var, skiljanlega. Mundu bara að vera með aktívt backup á amk. Plex appdata möppunni, það er blóð og sviti að endurbyggja stórt library þegar maður er búinn að fínpússa fleiri hundruð cover og leiðrétta vitlaus scrape etc.
Bara til að gefa þér smá realworld viðmiðun þá er ég með um 50 virka notendur og nær öll kvöld vikunnar yfir 10 samtímastreymi, um helgar hátt í 20 samtímastreymi, blanda af directplay og transkóðun. Allt yfir 20 verður vandasamt, en þar eru routerinn og örgjörvinn svo gott sem fastir í 99% nýtingu, og bandvíddartopparnir alveg farnir að nálgast 100Mbitin.
Xeon örgjörvar eru ekki að vinna þetta betur en high-end i7, ekki einu sinni þótt þú farir í E5 v3 og það er bara peningasóun. ECC sömuleiðis, þú sérð varla orðið data corruption á day-to-day basis, ECC er orðið mikið meira luxury en nauðsyn, talandi nú ekki um í heimaserver.
Ég keyrði PMSinn í VM í örugglega tæp 2 ár með 4-6 kjarna og nóg af RAMi en á endanum þá varð álagið bara þess mikið að ég breytti virtual servernum í standalone Plex vél, og það gengur einfaldlega allt mikið betur, ýmsir böggar sem var ótrúlega flókið að bilanagreina með hypervisor flækjustiginu.
TL;DR
- N/A
það munar nú ekki svo miklu að taka 4790K frekar en 4790. en afhverju frekar amd setup ?
ég er meiri amd maður, en eftir að vera búin að lesa mig til um þennan FX-9590 þá líst mér eiginlega ekki nógu vel á hann, og þá kemur FX8350 næstur til greina miðað við BM skor og verð, er of lítill munur á FX-8370 og FX-8350 miðað við verð. þegar ég ber svo saman verð og BM skor þá er intel bara hagstæðari
en þetta með Vdslið þá er það í vinslu að færa tenginguna yfir á Ljósleiðara. ég er samt með 100/50 ljósnets tengingu.
Ég setti upp forrit sem heitir trekt.tv og það segir mér að í þessum mánuði hafi verið horft á um 35.000+ mín af þáttum og kvikmyndum
flestir þættir eru í SD eða hdtv
Allar nýjar myndir eru í 720p (góðar myndir eru í 1080p

)
þegar ég verð komin með Pms á eina vél þá skoða ég að gera backup af appdata möppuni
og ég er líka sammála þér með að pms virkar betur á standalone vél frekar en á vm. finst vm vélin sem ég er með hér heima bara ekki keira eins smooth eins og þær sem eru á sér vélum.