An operating system wasn't found?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

An operating system wasn't found?

Póstur af Njall_L »

Sælir vaktarar

Þegar ég kom að tölvunni minni áðan eftir vinnudaginn blasti við mér svartur skjár með skilaboðunum "An operating system wasn't found. Try disconnecting any drives that don't contain an operating system. Press Ctrl+Alt+Del to restart".

Augljóslega byrjaði ég á að taka eitt restart of fékk sömu skilaboð svo ég opnaði BIOS og þar sé ég að SATA1, sem er portið þar sem stýrikerfisdiskurinn er plöggaður í, er tómt.

Smá Rig upplýsingar
Örri: Intel 4770K
móðurborð: Asus Z87-K
GPU: MSI GTX760

Er síðan með 1x SSD disk fyrir stýrikerfið og 2x HDD, annan fyrir gögn og hinn fyrir forrit.

Ég er ekkert byrjaður að opna tölvuna neitt en er smá búin að gúggla og sé enga ultimate lausn á þessu og hef aldrei séð þennan error sjálfur. Eru einhverjir sem kannast við þetta og geta mælt með processi fyrir bilanagreiningu. Ætla núna að aftengja þá diska sem innihalda ekki stýrikerfið og próf að setja SSD í annað port til að byrja með.
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: An operating system wasn't found?

Póstur af rapport »

Það er bara málið, ef það er ekki móðurborðið þá er það diskurinn...

Muna bara að breyta boot order í BIOS þegar þú ert búinn að hræra í þessu, SSD verður að vera efst eða merktur sem boot diskur.
Svara