Er i7-5820k overkill??

Svara
Skjámynd

Höfundur
Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Staða: Ótengdur

Er i7-5820k overkill??

Póstur af Oak »

Sælir/Sælar

Kominn tími á uppfærslu hjá mér. Hef verið að uppfæra á ca. 4-5 ára fresti. Þá uppfæri ég líka allt draslið.
Langar að vera með góða vél mest megnis þennan tíma. Uppfæri svo skjákortið oftar.
Er enginn svakalegur gamer en en finnst alltaf gaman að kíkja í leiki öðru hvoru.
Gæti verið að ég þurfi að nota nýju vélina undir Plex server með nokkrum notendum ef gamla er ekki að höndla það nógu vel.
Er ekki með neitt beint budget en væri til í svona "skynsamlega" besta ef það orðalag væri til í tölvubransanum.

Ætti ég að skella mér á 1155 Intel i7 4790k og þar að leiðandi DDR3 og vera sáttur eða fara í 2011 Intel i7-5820K með DDR4?
Er ég eitthvað betur settur með það til framtíðar ef ég er ekki í einhverri Extreme vinnslu?

Eða kannski lengja biðina og kaupa mér vél í haust?

Hjálp og/eða pælingar með þetta væri vel þegin/þegnar... :)
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3298
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Er i7-5820k overkill??

Póstur af mercury »

Sjálfur færi ég líklega í 2011 socket. Einfaldlega út af þróuninni á hörðum diskum, Nýrri diskar eru farnir að keyra á yfir 2gb/s og þurfa þar af leiðandi pci-e. Þarf ekki að vera issue en ef þú ert með 2 skjákort og seinna meir einhvern svaka ssd í pci-e þá getur það mögulega haft áhrif.
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7
Skjámynd

Höfundur
Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Staða: Ótengdur

Re: Er i7-5820k overkill??

Póstur af Oak »

CPU - RAM - MOBO gerir 122.700 kr í 1155 en 169.700 kr. í 2011
Þetta er eiginlega of mikill munur finnst manni.
Hvað finnst ykkur?
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er i7-5820k overkill??

Póstur af Hannesinn »

Í stuttu máli, þá er ekkert til sem heitir overkill. Ef þú ert að leita að hráu afli, þá ferðu bara í 2011 græju og borgar eftir því.

Ef þú ert hins vegar að leita eftir price vs. performance, þá er 1150 betra en 2011 í dag. Það er smá munur, 2011 er öflugra, en það er engan veginn í samræmi við verðmuninn.
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Er i7-5820k overkill??

Póstur af Moldvarpan »

Taktu 1155 combo. Það er langt frá því að vera eitthvað slappt ;)

Og notaðu mismuninn uppí góðann SSD eða skjákort.

Mér þykir 5820 overkill miðað við það sem þú talar um að nota tölvuna í.
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Er i7-5820k overkill??

Póstur af Xovius »

Tölvan sem ég byggði var með 3930k sem er 2011 örgjörvi líka. Hann virkaði mjög vel og gerir enn en ef ég væri að byggja nýja í dag færi ég pottþétt frekar í 4970K. Þeir höndla leikina jafnvel betur og verðmunurinn er bara of mikill fyrir allt hitt. Ég færi ekki í 2011 aftur nema ég væri að fikta með helling af virtual vélum.
Svara