Nýtt skjákort. Tölva fer ekki í gang. [Solved]

Svara
Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Nýtt skjákort. Tölva fer ekki í gang. [Solved]

Póstur af Xovius »

Ég er að skipta út skjákortinu mínu (7970 út, 970 inn). Nýja kortið smellur í og allt virðist í fínu lagi en þegar ég reyni að kveikja fæ ég nokkur bíp (1 langt, 3 stutt og svo POST beep) en ekkert kemur upp á skjáinn. Error code 79 virðist vera í smá stund á litla error code skjánum á móðurborðinu en fer svo stuttu eftir post og AE er í smá stund áður en AA kemur. Það kemur ljós á skjákortið og vifturnar á því fara í gang en ekkert kemur upp á skjáinn.
1 langt bíp og 3 stutt þýðir eftir því sem ég hef lesið að ekkert skjákort finnist.
Ég er búinn að prófa að færa skjákortið í annað slot en fæ sömu villu.

Specs:
MB: Asus ROG Rampage IV Extreme
Örri: Intel i7 3930K
Vinnsluminni: Mushkin Redline 16GB (2133Hz)
Skjákort: Gigabyte GTX 970 Gaming G1
PSU: CoolerMaster 850W Silent Pro

Ég ætla að halda áfram að prófa þetta, skipta um slot og prófa með 1 RAM stick og svona. Læt vita ef ég kem þessu í lag.
Last edited by Xovius on Fim 20. Nóv 2014 23:22, edited 1 time in total.

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt skjákort. Tölva fer ekki í gang.

Póstur af slapi »

Prófaðu líka að smella hinu skjákortinu aftur yfir og sjáðu hvort hún POST-ar þá.

Ég sá á einhversstaðar um daginn að menn hafi þurft að uppfæra biosa fyrir GTX 9XX seríuna en ég finn það ekki núna
Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt skjákort. Tölva fer ekki í gang.

Póstur af Xovius »

http://youtu.be/VmmDk9xxtfw" onclick="window.open(this.href);return false;
Hér er myndband af þessu. Ég er með tvö ný 970 og fæ sama error á báðum. Gamla kortið virkar ennþá eðlilega. Ég prófa þá að uppfæra á nýjasta bios og reyni svo aftur.

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt skjákort. Tölva fer ekki í gang.

Póstur af Bjosep »

http://www.manualowl.com/m/Asus/RAMPAGE ... 01?page=85" onclick="window.open(this.href);return false;

Skv. handbókinni þá færðu 1 langt og 3 stutt ef móðurborðið greinir ekkert skjákort, þannig að ég ætla að bíða spenntur í alla nótt eftir því að sjá hvort bios uppfærslan reddaði þér! :fly
Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt skjákort. Tölva fer ekki í gang.

Póstur af Xovius »

Bios uppfærslan virkaði og bæði kortin eru komin í SLI núna :p Takk kærlega fyrir ábendinguna slapi!

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt skjákort. Tölva fer ekki í gang. [Solved]

Póstur af slapi »

:happy
Annars til lukku með þetta setup, 970 SLI er svaka setup fyrir peninginn.
Eins og Nvidia hafði gleymt að prísa 970 rétt meðaðvið performance.
Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Nýtt skjákort. Tölva fer ekki í gang. [Solved]

Póstur af Xovius »

Núna þarf ég bara að stækka vatnskæliloopuna og bæta kortunum í hana :) Þá fer ég að verða búinn í bili.
Svara