Mér hefur nú orðið eitthvað ágengt og er búinn að setja allt stuffið upp aftur þó að það sé bara til bráðabirgða. Ég ætla að taka mér pásu í viku á meðan að ég tek saman hvað ég þarf að búa til af köplum, kaupi málningu osfr. Mig langar líka til að vera viss um að herbergið nýtist vel svona áður en ég geng endanlega frá öllu.
Frúin var amk glöð að vera laus við ruslið úr stofunni og strákurinn minn var feginn að losna við hljóðgildrur ofl úr herberginu sínu.
Ég á ekki gleiðlinsu þannig að 3sek photoshop verður að duga
Ég smíðað þessa hillu fyrir nokkrum árum og hún hefur reynst helvíti vel. Ég ætla samt að smíða mér alvöru rekka fljótlega sem að verður snyrtilegri að innann.
Arcam FMJ-P7 kraftmagnari og Emotive umc-200 formagnari komnir á sinn stað. Emotivan er samt svolítið asnaleg í svona stóru rými, en ég var ákveðinn í að kaupa mun stærri formagnara þegar að ég smíðaði rekkann. Ég hef bara ekki tímt því ennþá.
Sub-inn er frá Focal/JMlab og heitir Electra Sw 900 og í Fractal kassanum er bara ágætis HTPC (SSD/i5/16gb/GTX670) Ég er þvílíkt ánægður með Fractal kassann mjög solid og auðvelt að koma hverju sem er fyrir í honum.
Ég hendi svo inn slatta af myndum á morgun og lýsingum á því hvað var í gangi, ég er bara of syfjaður til að hugsa mikið núna

BTW Djöfull sér maður hvað allt er skítugt þegar að maður myndar með flassi

Verðlöggur alltaf velkomnar.