Sælir, það er kominn sá tími að fá sér nýa tölvu og ég ætla setja hana saman sjálfur.
Ég er búinn að velja flestu hluti í tölvuna og vill fá álit yfir hvað ég gæti bætt fyrir litla hækkun í verði.
Í tölvunni ætla ég að hafa Windows 8. (ég er ekki búinn að kaupa neina parta enþá.)
Þar fyrir utan þá er það enginn tilgangur að vera með öll forritin uppsett á hægvirkum snúningsdiskum ef menn vilja finna hraðamun. 128GB er eflaust nóg fyrir litla og kannski meðal tölvunotkun, en leikir í dag eru langleiðina farnir í 20GB og ekki spurning að tölvan þarf að hlaða inn þessum 20GB á meðan spilun stendur..
Þvæla. Hvað er það sem þú þarft að geyma svona mikið á ssd?
Ég nota um 200GB af SSD diskinum og er alltaf að eyða og eyða og eyða.. samt er ég með 2ja TB disk líka í sömu vél, 1TB disk tengdan í USB og síðan Lan með slatta af diska-plássi.
Er einnig með aðra tölvu sem er leikjavél, þar er ég með örfáa leiki á 240GB disknum (alltaf að fyllast) og hina setta upp á alternative Progam Files sem og á Steam á snúningsdiskum, 500GB og 1TB ef ég man rétt. Munar nokkru að spila af SSD og hinum hægvirkari.
Takk fyrir svörin en ég vill aðalega hafa stýrikerfið á ssd, allt annað hef ég á venjulega drifinu einnig er ég með 2tb auka drif sem er glæ nýtt og virkar mjög vel. Ef einhvað er væri kannski hægt að finna betri hdd heldur en það sem ég hef valið?
Ef þú hefur SSD og einn venjulegann disk þá geturu still windows þannig að allt documents, pictures og allt draslið verður á venjulega disknum. Þá spararu plássið á SSD!