Jæja.. ég fjárfesti mér í NEC 2100A DVD skrifara og er bara helvíti ánægður með gripinn fyrir utan það smáatriði að Nero vill bara skrifa á fjögurra hraða. Veit einhver hvað er að og hvernig má laga það ?
Birkir skrifaði:Ertu viss um að diskarnir styðji meira en 4x ?
Það á ekki að skipta máli til að byrja með. Nero býður manni bara að velja hraða og maður velur bara í kringum diskana. Annars keypti ég mér 8x traxdata diska svo ég er nokkuð viss um að þetta eigi að virka þannig séð.
ertu viss um að þetta séu dvd-R og að skrifarinn skrifi það á 8x? Það er held ég algengt að dvd skrifarar skrifi -R á 4x +R á 8x, minn skrifari gerir það allavegana
zaiLex skrifaði:ertu viss um að þetta séu dvd-R og að skrifarinn skrifi það á 8x? Það er held ég algengt að dvd skrifarar skrifi -R á 4x +R á 8x, minn skrifari gerir það allavegana
Annars geturu prófað að uppfæra nero forritið.
Samkvæmt því sem stendur á tolvulistinn.is skrifar skrifarinn bæði + og - á 8x