AntiTrust skrifaði:Fíla lúkkið, litaskiptinguna. Ef hann væri 4.3" væri ég slefandi. Á örugglega eftir að slaga í 130þúsund þegar hann dettur fyrst í verslanir, 110-115 eftir nokkra mánuði, mín ágiskun amk.
Sammála, mér finnst einmitt 3,5 örlítið of lítið, 4,3 fullkomið og 4,7 pínulítið of stórt. Og eins með öll þessu nýju flagship, þá mun hann örugglega kosta um 130.000 kr þegar hann kemur út, allavega ekki minna.
hkr skrifaði:Áhugavert að HTC ákvað að fara úr 8MP myndavélum niður í 4MP, þeir vilja meina að þessi myndavél hleypi inn meira ljósi.
Verð að segja þessi sími lúkkar ótrúlega vel og ekki skemmir HD skjárinn.
Mér er í raun alveg sama hvort myndavélin sé 4 eða 40MP, á meðan myndin er skýr og góð. Þessi á að geta tekið 300% betur lýstar myndir við dimmar aðstæður, einmitt eitthvað sem S2 getur ekki gert. 2688 x 1520 er alveg miklu meira en nóg.
Mér er svo einnig alveg sama um að ekki sé hægt að fjarlægja rafhlöðuna, ekkert microSD er smá ókostur en ég hef aldrei þurft á því að halda með S2, 16 Gb hafa dugað.
Ef það verður hægt að roota þennan síma eru allar líkur að ég versli hann.