Reynsla af Hitachi hdd

Svara

Höfundur
Guffi
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2003 16:44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Reynsla af Hitachi hdd

Póstur af Guffi »

Hefur ither reynslu af þessum Hitachi hdd. og hvort ætti maður að fá sér sona Hitachi eða wd 200gb.

Arnar
Staða: Ótengdur

Póstur af Arnar »

Þessum hitachi hdd ?

Ég hef átt Hitachi hdd og það var ekkert að honum..

Zkari
Staða: Ótengdur

Póstur af Zkari »

Ég er með 160gb Sasmung hdd, mjög hljóðlátur og góður 160gb Samsung. Svo er ég með einn 40 gb WD.
Last edited by Zkari on Fim 24. Jún 2004 00:56, edited 1 time in total.
Skjámynd

fallen
ÜberAdmin
Póstar: 1320
Skráði sig: Fös 06. Feb 2004 13:09
Staðsetning: eyjar
Staða: Ótengdur

Póstur af fallen »

Alls ekki WD.
Hávaðasamir og bila hægri vinstri.
Skjámynd

Dannir
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Þri 28. Okt 2003 16:50
Staðsetning: RvK
Staða: Ótengdur

Póstur af Dannir »

Ég er með 2 hitachi diska og einn samsung disk.

Þessir hitachi diskar eru að standa sig alveg frábærlega.

Það eru læti í samsunginum þegar hann er að vinna en ekki hitachi diskunum og svo heyrist í hvorugum í idle.

Ég keypti þessa diska fyrir tilviljun átti inneign og þeir áttu ekki seagate né samsung þegar ég fór að versla.

semsagt
Hitachi: 10/10
samsung: 9/10
wd: 0/10 (2 hrundu hjá mér með 200gb af efni sem ég saknaði mikið)

þetta er bara mín skoðun og er ég engin sérfræðingur
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

ég á tvo WD diska, og mínir eru í frábæru standi

Emizter
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mán 26. Apr 2004 23:24
Staðsetning: Njarðvík, Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af Emizter »

Zkari skrifaði:Ég er með 160gb Sasmung hdd, mjög hljóðlátur og góður 160gb Samsung. En ég hef heyrt að WD diskarnir verði mjög hávaðasamir eftir einhvern tíma.[/url][/u]
Já Samsung eru víst fínir sko.. en sko ef þú kaupir nýju gerðina af WD diskunum, þeir eru með nýju legunum, þá eiga þeir að vera hljóðlátir.
Fallen skrifaði:Alls ekki WD.
Hávaðasamir og bila hægri vinstri.
Já eins og ég sagði þarna fyrir ofan eru nýju diskarnir frá þeim með nýju legunum hljóðværir, og svo þegar Samsung diskarnir fara að seljast í svona gríðarlegu magni eins og WD gerði á sínum tíma fara líka að heyrast svona bilunar sögur af Samsung :D
Skjámynd

tms
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mán 04. Ágú 2003 00:56
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af tms »

MezzUp skrifaði:ég á tvo WD diska, og mínir eru í frábæru standi
Sama hér, einn WD800SE og annar nýr WD1600 allir í tip-top standi
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Er með 3 80GB WD og einn 120GB WD hafa ekki bilað og í tip-top standi
Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af OverClocker »

Ég á samsung.. og er mjög ánægður með hann.

Zkari
Staða: Ótengdur

Póstur af Zkari »

WD-inn minn er 2 og hálfs árs gamall, aldrei crashað eða neitt gerst. Svo er hann ekkert mjög hávaðasamur.

Cicero
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 31. Maí 2004 21:55
Staðsetning: if in doubt: pound on it
Staða: Ótengdur

Póstur af Cicero »

hef átt u.þ.b. 4 WD diska.
Fyrstu 2 diskarnir sem voru sitthvor 80gb hrundu báðir og ég misti mikið af efni :evil:
Ég fór með diskana og fékk 2 nýja og þeir hafa ekki brugðist ennþá :)
og þeir eru alls ekki háværir hjá mér
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

hvað er þeta.. afhverju eruði svona mikið að hæla WD. það er margsannað að hvort sem þessir diskar haldast í gangi eða hljóðlátir í 2 ár, þá eru þeir samt með lélegasta performance af ÖLLUM HD framleiðendum í heimi!

7200snúninga WD diskarnir eru að performa svipað og 5400snúninga diskar frá öðrum framleiðendum. einu WD diskarnir sem eru að skila einhverjum hraða eru raptorarnir, en þar er maður að fá mjög lítið pláss fyrir peninginn.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Jakob
Ofur-Nörd
Póstar: 272
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2002 23:30
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Póstur af Jakob »

Ég er löngu búinn að gefast upp á WD ... Kaupi ekkert annað en Seagate í dag !
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Vitaskuld bila margir WD diskar þegar svona margir verða seldir, WD var nú einmmit aðalæðið fyrir ári eða tveim, og þeir sem keyptu þá voru helst tölvunördarnir sem að við fellow-tölvunördar heyrum mest í í dag. Svipað var með Maxtor áður en WD æðið kom, þá hættu allir að kaupa maxtor, og þ.a.l. hef ég ekki heyrt um bilaðan Maxtor disk í 2-3 ár.
Flott væri ef að maður sæji einhvernsstaðar síðu með bilanaprósentu mismunandi framleiðenda

Mér sýnist nú á listunum hérna að WD dreifi sér bara allstaðar á performance línuna, ekkert frekar á botninum en hvað annað.

ps. hafa menn ekki líka pælt í afhverju þið lesið meira um windows vandamál á netinu? kannski afþví það eru mun fleiri windows notendur?
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af viddi »

ég er með einn Maxtor og einn Samsung heirist ekki í þeim og er mjög ánægður

A Magnificent Beast of PC Master Race

Hlynzi
FanBoy
Póstar: 767
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Póstur af Hlynzi »

Svona til að upplýsa menn.

Þá var það Hitachi sem tók við framleiðslu IBM harðra diska hér fyrir nokkru síðan, og þá fóru þeir að hrynja eins og þeim væri borgað fyrir það, vegna hita vandamála. Ferðatölvan mín er með IBM / Hitachi Disk, 60 gb og hann virkar mjög vel, og hefur eigi slegið feil púst.

Ég held að málið sé að fá sér IBM disk í dag (hitachi) því þeir hafa lagað öll þessi vandamál sem við vorum hræddir við hér forðum.
Hlynur

Pectorian
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Mið 23. Jún 2004 23:56
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pectorian »

Ég myndi fá mér Seagate Barracuda 200 GB ef ég væri að fá mér disk í dag en ætli eg verði ekki að láta mér nægja minn VD80 að sinni
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

Pectorian skrifaði:Ég myndi fá mér Seagate Barracuda 200 GB ef ég væri að fá mér disk í dag en ætli eg verði ekki að láta mér nægja minn VD80 að sinni
Ég keypti einn svoleiðis í síðustu viku...og þvílík snilld! Uber hraður og það heyrist nákvæmlega ekkert í honum.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Icarus »

Ég er líka einmitt að kaupa disk handa frænda mínum sem býr á vestfjörðum og hann bað um 200gb hitachi disk í att.is nema að þeir eiga hann ekki til svo að hann bauð mér 200gb WD disk þúsund krónum ódýrari en þeir eru að selja hann á... ætti ég að bíða í viku eftir hitachi disknum eða skella mér á WD ?
Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1306
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af viddi »

bíddu eftir hitachi disknum

A Magnificent Beast of PC Master Race
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af GuðjónR »

En af hverju endilega Hitachi ?

Hlynzi
FanBoy
Póstar: 767
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Póstur af Hlynzi »

Icarus skrifaði:Ég er líka einmitt að kaupa disk handa frænda mínum sem býr á vestfjörðum og hann bað um 200gb hitachi disk í att.is nema að þeir eiga hann ekki til svo að hann bauð mér 200gb WD disk þúsund krónum ódýrari en þeir eru að selja hann á... ætti ég að bíða í viku eftir hitachi disknum eða skella mér á WD ?
Hitachi
Hlynur
Svara