Hjálp: Tengja bluetooth heyrnartól við AV magnara ?

Svara
Skjámynd

Höfundur
astro
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hjálp: Tengja bluetooth heyrnartól við AV magnara ?

Póstur af astro »

Ég er með Pioneer VSX-520K magnara sem er með port að aftan fyrir Bluetooth adapter sem er seldur fyrir þessa maganara og hann er ætlaður til að tengja smartphones við magnarann.

Mig langar í þráðlaus heyrnartól til að horfa á kvöldin/næturnar og ég fann ein sem mig langar í:
Harman/Kardon BT: http://headphones.harmankardon.com/products.html

Þau eru ætluð til þess að tengjast iPhone símum og notast við þessa bluetooth tækni, sem er eithvað sem ég hef ekki hundsvit á.
Er möguleiki að það sé hægt að tengja þessi heyrnartól við magnarann í gegnum þennan adapter ? eða kaupa einhver bluetooth stjórnstöð
og stinga henni í heyrnartóla tengið á maganaranum og láta heyrnartólin tengjast stjórnstöðinni eða?

Ég veit ekkert hvernig þetta virkar, kanski að þið getið frætt mig hvort þetta sé hægt eða ekki...

Fyrirfram þakkir ;)
Fractal Design Meshify C * MSI Z170A Tomahawk AC * Intel Core i7-6700 * 16GB Corsair Vengeance LPX 3200Mhz * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 240GB Samsung Evo 850 SSD MASTER * 120GB Corsair SSD SLAVE * 3x2TB SG Barracuda HDD SLAVE* Noctua NH-C12P SE14
Svara