dori skrifaði:USB er vesen, eins og einhver var búinn að segja þá takmarkar USB staðallinn hversu langar snúrurnar mega vera þannig að það er ekki tryggt að allir hlutir virki þegar þú ferð yfir það. Hvað er það sem þú þarft að leysa með þessari USB í vegg pælingu?
Með HDMI þá eru til svona dósir með HDMI tengjum og þú getur lagt HDMI snúru í vegginn en það borgar sig ekki að leggja of langan HDMI kapal. Ef þú ert að fara langa leið gæti verið skárra að leggja bara ethernet og fá sér
svona eitthvað.
.... Ef þú hefðir lesið það sem hann skrifaði þá þá hefðirðu séð að hann er að fara hinum megin við vegginn lengdin væri kannski 2 - 3 metrar max.
Og það er alveg hægt að vera með USB lengra en 5 metra með magnara en það borgar sig varla að fara út í þann kostnað.
Ef þetta er tréveggur þá myndi ég bara byrja á þessu það er lítið mál að hend þessu í gegnum einn vegg hvort sem það er USB HDMI VGA/DVI NET eða hvað sem er.
Ef þú vilt tenga þetta þannig að það er í vegginn öðru megin og í vegginn hinum megin þá er þetta auðvitað meira mál og dýrara.
En að setja bara dósir og kaplana í gegn um vegginn um rör án þess að taka endana af það má alveg ganga snyrtilega frá því sérstaklega ef þetta er eitthvað falið.
Gætir þá gert eitthvað þessu líkt.
En ef þú vilt hina leiðina þá er annaðhvort að taka hausana af 1 kapli og víra upp á nýtt eða nota 1 HDMI kapal á milli HDMI dósa með "kellingum"
Eins og þetta
Ef þú vilt USB þarna á milli þá væri spurning um að reyna að finna eitthvað svona
Veit ekki hvort eitthvað af þessu fæst hérna en það er þá varla svo dýrt að panta þetta bara
