Ég var að vafra Anandtech.com rétt í þessu, til að lesa mér aðeins til um skjákort, og rakst þar á grein um frammistöðu alls konar skjákorta á mörgum sviðum. Greinin innihélt m.a. þessar töflur:
Í báðum prófunum kemur ATI langverst út. Þar sem ég ætla örugglega að fá mér 9600 kort og ATI kortin eru ódýrust um þessar mundir fór ég að pæla hvort ATI standi sig einnig svona illa í 9600pro línunni, en ég fann ekkert um það. Hvað finnst ykkur? Ætti ég að fá mér ATI radeon 9600pro eða velja heldur einhvern annan framleiðanda, og þá hvern?
Er reyndar með Gigabyte Radeon 9700pro kort og það er alveg að gera ótrulega hluti, er að koma því í ótrulegar tölur í overclocki. 405/345 með Zalman VGA heatsync og viftu.