Vantar spariföt með munstri

Hér má kaupa og selja allt svo lengi sem það er löglegur varningur.
Svara
Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Vantar spariföt með munstri

Póstur af Danni V8 »

Jæja, hér kemur ein furðuleg eftirspurn :lol:

Mér er boðið í afmælisveislu næstu helgi og þeman í því eru föt með munstri.

Mig vantar því köflótt, röndótt, doppótt eða allskynsótt spariföt. Þurfa ekki endilega að vera jakkaföt heldur bara flott föt.

Fötin þurfa líka að passa á mig en ég er nokkuð medium gaur. Ca 180cm að hæð og 70kg þungur. Fötin þurfa að passa á þannig einstakling.

Það væri ekki verra ef að fötin eru í Keflavík. Ég er staðsettur þar og bíllinn minn mökk eyðir bensíni, lágmark 2500 kall fram og til baka í bæinn svo ég vil helst ekki þurfa að fara langt út fyrir bæjarmörk til að sækja þetta.

Ef þú átt eðal föt fyrir keisara eins og mig þá mátt þú endilega hringja í mig í 867-5202 eða þá senda mér einkaskilaboð með símanúmeri svo ég get hringt í þig.

Takk fyrir.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Vantar spariföt með munstri

Póstur af tdog »

Vel teinótt jakkaföt og feitur vindill vekur alltaf athygli.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

liljableika
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Fim 14. Apr 2011 10:29
Staða: Ótengdur

Re: Vantar spariföt með munstri

Póstur af liljableika »

Hahaha hvað er að gerast hérna annar hver þráður er fata auglýsing ... enn heyrðu ef þú ert alveg lens þá mundi ég :
1. Kaupa teppalím og klippa út hringi og líma á einhver gömul ljót jakkaföt
2. Kaupa málningartape eða litað einangrunartape og gera rendur á fínu jakkafötin
Getur allavega verið viss um að vera original og töff ef þú vandar þig
Svara