Hún orðin alveg nokkra ára og þróunin er hröð í þessum bransa þannig að ég var að pæla hvort ég gæti selt þessa myndavél
digimax l50 frá Samsung. Ég notaði hana varla neitt enda finnst mér hundleiðinlegt að taka myndir.
Ég keypti bara einhverja sæmilega þegar ég vildi taka myndir af einhverju ef maður var að gera eitthvað en nenni því ekki lengur og nennti aldrei.
Með henni fylgir allt sem á að fylgja og svona.
Ég myndi halda henni ef ég væri í þínum sporum. Þó að þú takir sjaldan myndir þá getur oft verið mjög hentugt að eiga eina myndavél sem maður getur gripið í.
Hluturinn er orðinn verðlaus, þú færð kannski 5þ krónur.. fyrir hana.Hvað geturu gert við 5k jú þú getur að sjálfsögðu sett smá bensín á bílinn þinn hálfann tank, keyrt aðeins kannski í 2daga eða bara átt myndavélina í einhver ár í viðbót og tekið myndir á hana.. segjum ef þú værir að fara í einhvað partý einhverja ferð sem þú vilt ekki vera fara með mjög dýra myndavél í þá er fínt að geta gripið í gömlu vélina totally worth it að geyma bara vélina
Black skrifaði:Hluturinn er orðinn verðlaus, þú færð kannski 5þ krónur.. fyrir hana.Hvað geturu gert við 5k jú þú getur að sjálfsögðu sett smá bensín á bílinn þinn hálfann tank, keyrt aðeins kannski í 2daga eða bara átt myndavélina í einhver ár í viðbót og tekið myndir á hana.. segjum ef þú værir að fara í einhvað partý einhverja ferð sem þú vilt ekki vera fara með mjög dýra myndavél í þá er fínt að geta gripið í gömlu vélina totally worth it að geyma bara vélina
já ég ætti kannski bara að geyma hana. Mér finnst bara svo viðbjóðslega leiðinlegt að taka myndir:S... Og já það tekur í rauninni ekki að selja hana fyrir 5 þúsund hahaha.
líka reyndar ef ég á ekki þessa myndavél þá er ég einni myndavélinni færri í lífi mínu og hef því betri afsökun til að taka ekki mynd :O