Strákar, sama hvaða skoðun við höfum á mac/pc eða auglýsingum þá er ekki hægt annað en að vera sammála snudda.Snuddi skrifaði:Er nú loksins búinn að nenna að lesa yfir þennan þráð og veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta með ykkur..... Á fólk sér ekkert líf, ekki hef ég séð svona bréf til Ajax þar sem eldhúsið mitt verður ekki svona hreint eins og í þeirri auglýsingu, ekki dansar minn Citroeen eins og Transformers vélmenni eins og í auglýsingunni, ekki fæ ég allt tryggt hjá TM þótt þeir auglýsi "ef það er tryggt, þá færðu það bætt" sem ég veit að eigin raun að er ekki málið , eða Síminn "Engin sorgleg sambandsslit" og það er kvartað hérna yfir því á hverjum degi að þeir sem eru hjá símanum þurfi að endurræsa routerana sína daglega því alltaf er allt að slitna, Og trúið mér, kellingarnar ykkar komast EKKI í gallabuxunar sínar þótt þær borði sykursætt og hrikalega óhollt Kellogs Special K morgunkorn.....og svona mætti lengi halda áfram.
Nei.... Apple á Íslandi (hef ekkert álit á þeim og hef aldrei verslað við þá) vogar sér að leggja metnað og pening í íslenska auglýsingagerð sem ekki öll íslensk fyrirtæki leggja í og allt verður vitlaust útaf einhverju tuði um orðalag og hvort auglýsing ljúgi eða ekki. Mér finnst þetta bara bráðskemmtilegar auglýsingar og allir sem ég hef nefnt þær við finnst það líka. En þið vitið jú tilgang auglýsinga, vekja umtal umtal og umtal, og það er nákvæmlega það sem þeim tekst s.b.r. þessi þráður t.d.
Einhver sá al hallærislegasti þráður sem ég hef séð hérna (ekki erfitt að finna þá nokkra hérna), veit ekki hvort þið minnið meira á 50 grunnskólanema blindaða af hatri og múgæsingi eða 50 Bibbur á Brávallagötunni
Strákar, við getum allir haft mismunandi skoðanir, en ef þið reynið að horfa hlutlaust á málin þá er ekki hægt að neita því að snuddi hefur lög að mæla.
Sendið nú frekar bréf á bjórframleiðendur og vín innflytjendur þar sem forvarna er virkilega þörf en þeir finna allar leiðir mögulegar og ómögulegar í gegnum kerfið og brjóta í 80% tilfella lög en engin nennir að gera neitt í því.
Það eru ótrúlega margar auglýsingar sem ljúga eða eru í besta falli villandi.