Blue Screen en er það komið í lag núna ?

Svara

Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1277
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Blue Screen en er það komið í lag núna ?

Póstur af @Arinn@ »

Ég setti upp Windows á tölvu fyrir vin minn með 2*256mb lélegum Siemens vinnsluminnum. Þegar það er búið byrjar tölvan að "Blue screena" á fullu (eftir að kveikt hafi verið á tölvunni í c.a 5 mín) Við kíktum uppí Kísildal og við keyptum GSkill PC4800 1GB.

Það "Blue Screenar" ennþá með nýju minnunum, ég næ ekki að geta tekið niður villuna vegna þess að hún fer svo fljótt yfir og tölvan restartast. Vitið þið hvað gæti verið að.

Eða eru þetta stýriskerfisvillur sem eru þá náttúrulega ennþá inná. (og þá þarf ég náttúrulega að formatta aftur)

Þetta er "rigið" hans.

DFI Lanparty SLI-DR
AMD 64 3500+ S 939
GSkill PC4800 @ DDR 400 2.5-4-4-8
6600gt skjákort.
Raptor 74gb
Silenx 520W

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Póstur af Blackened »

Öhm.. já.. þetta var pottþétt ekki "gömul" stýrikerfisvilla afþví að það að sjálfsögðu þurrkast allt út þegar þú formatar..

Annars gæti það verið skjákortið.. voða fátt annað sem kemur til greina..

En á þessu riggi ertu ekki nema hálftíma að formatta og setja þetta upp aftur.. svo að ég mæli með því ;)

Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Staða: Ótengdur

Póstur af Birkir »

Hægri klikkaðu á My Computer og veldu Properties, farðu í Advanced, þar skaltu finna Startup and Recovery og velja Settings þar. Þegar þangað er komið skaltu taka hakið úr Automatically Restart.

Ef þú gerir þetta þá helst blái skjárinn inni í staðinn fyrir að fara strax burt, með þessu móti geturðu tekið niður villuna og sagt okkur hver hún er.

Höfundur
@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1277
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af @Arinn@ »

okey takk en er sko byrjaður að formatta. :oops: nota þetta bara þá ef þetta kemur aftur.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af Sallarólegur »

Þetta er líka að gerast hjá mér...alltaf að re'starta eftir 1mín - hálftíma. Stundum kemur bláskjár en stundum re'startast bara algjörlega! Mjög pirrandi!!
Driver IRQL NOT LESS OR EQUAL
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af so »

@ Arinn
Í þessu tilfelli hefðirðu líka átt að eyða partitioniu, búa til nýtt partition og svo að forsníða og þá geturðu verið nokkuð viss um að uppsetningin er fersk frá grunni.

Hef lent í villum í Installeringu á XP og eftir smá Google þá komst ég að því að sú villa lagaðis ekki fyrr en ég eyddi partitioninu líka.
Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir
Svara