Search found 1137 matches

af kiddi
Lau 25. Sep 2021 08:43
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?
Svarað: 19
Skoðað: 4139

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Mitt point er, ef skilarétturinn er þannig að það er ekki horft á þig illu auga og dæst þegar þú kemur inn að skila, þá værirðu kannski minna hræddur við að kaupa hluti með það í bakhuganum að það sé minnsta mál í heimi að skila því ef þú fílar það ekki :)
af kiddi
Fös 24. Sep 2021 23:08
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?
Svarað: 19
Skoðað: 4139

Re: Ættu verslanir að hafa "prófunarbúnað" í boði til útláns?

Þetta tíðkast víða erlendis, ég hef t.d. keypt "open box" vörur frá BHPhoto sem fengust á þónokkrum afslætti fyrir það eitt að einhver opnaði kassann, fann hvað það var þungt og ákvað að skila því. Skilarétturinn hjá t.d. BH er "for any reason", svo framarlega sem það er innan 30 daga og varan er í upphaflegu ástandi. Eina sem er, er að return-shipping kostnaðurinn fellur á þig sem er algjörlega sanngjarnt, en ef varan er gölluð þá tekur BH return-shipping kostnaðinn. Víðast erlendis er þetta talið bara sem "cost of doing business", enda er neytendaréttur sterkari allsstaðar í vestrænni menningu, heldur en hér á Íslandi, þar sem neytandinn er alltaf sekur þar til hann er fundinn saklaus, og vafinn liggur ALLTAF í hag verslunarinnar. Ég á vin í Tékklandi, sem fyrir ~15 árum stundaði það að þegar hann var t.d. að kaupa sér nýja tölvumús, þá pantaði hann 5-6 mýs frá netverslun í sínum bæ, prófaði þær allar, og skilaði öllum nema þeim sem hann fílaði mest, ekkert vandamál.

TLDR; Ég veit ekki hvort verslun eigi að vera með lánseintök, það er eiginlega gefið að það verði farið mjög illa með þau og þá eru þau ekki lengur vænleg til að tala góðu máli um vöruna. Hinsvegar finnst mér skilaréttur á Íslandi heilt yfir vera til háborinnar skammar, ef ekki glæpsamlegur í sumum tilfellum.
af kiddi
Þri 10. Nóv 2020 22:01
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000
Svarað: 26
Skoðað: 2923

Re: Varðandi þessi verð á Ryzen 5000

jonsig skrifaði:Mér finnst merkilegt hvað svona "ónauðsynlegar" premium vörur eru í mikilli eftirspurn,bæði hér og erlendis. Það er eins og fólk sláist um að eyða atvinnuleysisbótunum sínum í bæði skjákort og örgjörva og síminn pay á rest... þá kannski útaf einhverri múgæsings vitleysu ?

margt er skrýtið í kýrhausnum.
Íslendingar eyddu 200.000.000.000, já, tvö hundruð MILLJÖRÐUM erlendis í fyrra, í flug, hótel og erlendan gjaldeyri. Þessi peningur fór ekki mikið úr landi núna í ár. Þessi 80% þjóðarinnar sem hafa haldið vinnunni í ástandinu eru almennt búin að auka neyslu um allt að 30%. Ég veit um eina stóra tækniverslun hér á Íslandi sem græddi meira núna í september, heldur en í nokkrum desembermánuði, ever. Og þetta er ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar í heiminum er fólk að eyða meira í græjur því það er ekki að ferðast. Það eru biðlistar eftir ótrúlegustu hlutum í dag, t.d. var Canon nýlega að gefa út myndavél sem kostar $3700 og hún selst upp jafnóðum og hún kemur af færibandinu og biðlistar úti um allan heim.

En svo er annað sem ber í huga að erlendar netverslanir birta ekki alltaf verð með virðisauka og sumar jafnvel ekki með tolli, eftir því hvar við á. Þannig að þó að þið sjáið vöru auglýsta á $299 í fylki X, þá er ekki þar með sagt að íbúi í fylki X fái þessa vöru á $299 heldur bætist svo við söluskattur hjá viðkomandi. Ein bresk hljóðfæraverslun sem ég hef verslað við skynjar að ég kem frá Íslandi og tekur sjálfkrafa burt VSK af verðum hjá sér, en sá sem er staddur í Bretlandi sér hærra verð en ég, með vsk.
af kiddi
Fim 22. Okt 2020 17:30
Spjallborð: Vaktin.is
Þráður: Vaktin.is flytur
Svarað: 69
Skoðað: 10924

Re: Vaktin.is flytur

Pandemic skrifaði:Setja þetta á digital-ocean eða linode? Verður þetta að vera á íslandi?
Hefurðu reynslu af hraðanum hjá þeim? Ég hef nokkrum sinnum komið nálægt uppsetningu á phpBB spjallkerfum á erlendum vefþjónum og það var martröð hreint út sagt, ekki nógu hratt fyrir okkur á klakanum.
af kiddi
Mán 12. Okt 2020 15:16
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Líftími tölvumúsa
Svarað: 31
Skoðað: 4030

Re: Líftími tölvumúsa

Ég kaupi mús á hverju ári nánast, þetta eyðileggst allt, andskotans drasl.

Logitech G502, Logitech G903 og Corsair M65 allar með ónýta switcha, Steelseries Rival 600 fékk húðkrabbamein og gúmmíið byrjaði að svitna klístri, fáránlegt alveg. Listinn er miklu lengri en þetta, þetta eru bara mýs síðustu 2 ára sem hafa skemmst.

Lyklaborð eru litlu skárri, því dýrari sem þau eru því verri eru þau.
af kiddi
Lau 12. Sep 2020 22:35
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun
Svarað: 17
Skoðað: 1647

Re: Reynsla af 43" tölvuskjá eftir hálft ár í notkun

Takk fyrir þetta :) Gaman að fá svona real life review. Ég hef einmitt oft labbað framhjá þessum skjám fussandi "Piff.. alltof stórt, ég fæ bara í hálsinn" - en gaman að sjá að það þarf ekki endilega að vera svo.
af kiddi
Lau 20. Jún 2020 14:49
Spjallborð: Til sölu tölvuvörur
Þráður: SELT Jabra Elite Active 75T
Svarað: 3
Skoðað: 612

Re: (TS) Jabra Elite Active 75T

Ég þurfti að Googla hvað þetta var, því ég hafði ekki hugmynd. Þú kannski selur þetta hraðar með ögn betri sölumennsku, t.d. með að segja hvað þetta er til að byrja með og svo mögulega hvernig þetta er betra en ódýrari valkostir ;) Með núverandi auglýsingu ertu að treysta á að fólk viti hvað þetta er.
af kiddi
Mið 10. Jún 2020 21:51
Spjallborð: Annað til sölu eða óskast
Þráður: [ÓE] Stúdíó mónitorum
Svarað: 5
Skoðað: 847

Re: [ÓE] Stúdíó mónitorum

Ég sendi þér tölvupóst um daginn í gegnum vaktina en veit ekki hvort það hefur skilað sér :) En vinnufélagi minn er með ADAM A7X hátalarapar til sölu ásamt stöndum á 150þ. (nývirði ca 240þús með stöndunum).
af kiddi
Mið 10. Jún 2020 08:47
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Val á skjá. Leikir eða litir?
Svarað: 15
Skoðað: 1897

Re: Val á skjá. Leikir eða litir?

Hér er ljómandi góður 27" 1440p 144hz IPS leikjaskjár á þolanlegu verði:
https://www.tl.is/product/lg-ultragear- ... eikjaskjar

Verandi atvinnumaður í myndvinnslu (video) og með ljósmyndun sem hobbí þá kæmi aldrei til greina að kaupa TN skjá, bara aldrei nokkurntíman. Að því sögðu á ég reyndar professional broadcast monitor með TN filmu sem kostar meira en allt tölvusetuppið mitt x2, en það er önnur saga.
af kiddi
Þri 09. Jún 2020 11:39
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Hvað varð um myndavaktina?
Svarað: 5
Skoðað: 1278

Re: Hvað varð um myndavaktina?

GuðjónR verður að svara hvort þetta hafi verið rannsakað eitthvað, og ég held að samtenging við phpBB login hafi verið of mikil vinna til að réttlæta þar sem Guðjón er ekki forritari og hefði þurft að outsourca með tilheyrandi kostnaði. Mig rámar í að notkunin á myndavaktinni hafi líka verið það lítil að það yrði lítil eftirsjá eftir henni.
af kiddi
Þri 09. Jún 2020 09:01
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Hvað varð um myndavaktina?
Svarað: 5
Skoðað: 1278

Re: Hvað varð um myndavaktina?

Mikil misnotkun, allskonar ógeð sem var sent inn, ekki þess virði held ég.
af kiddi
Fös 05. Jún 2020 09:37
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...
Svarað: 110
Skoðað: 15412

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Sallarólegur skrifaði:Ertu með gegnheil dekk? Sýnist það ef ég Googla þetta nafn.
Já það er auðvitað málið, ég kveikti ekki á perunni :) Gegnheil dekk eru verulega óþægileg.
af kiddi
Fös 05. Jún 2020 00:41
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...
Svarað: 110
Skoðað: 15412

Re: Ætla að kaupa rafhlaupahjól, er með spurningar...

Ég hef afskaplega takmarkaða reynslu af rafhlaupahjólum, ég hef bara prófað eitt og það er hjólið sem ég á, sem er GPad Swan, sem er ósköp svipað M365. Lang, LANGstærsta umkvörtunarefnið sem ég hef fyrir utan kraftleysi og ömurlegheit við að komast upp brekkur (ég er 96kg): það er skortur á dempun. Ég byrjaði bara að nota hjólið fljótlega upp úr páskum í og úr vinnu sem er nálægt heimilinu, en ég hef áhyggjur af því að hjólið verði ónýtt fyrir haustið, vegna hristingsins sem okkar gæða göngustígar og vegir bjóða uppá. Bæði upplifi ég sjálfur mikla þreytu og óþægindi við að hjóla á því útaf víbringnum og svo er farið að skrölta í hjólinu og það verður eflaust dottið í sundur fljótlega. Til að lifa ferðalagið af þá læt ég annan fótinn dingla út fyrir í lausu lofti því einhvernveginn minnkar það víbringinn á allan líkamann en fyrir vikið veldur það meira álagi á hinn fótinn. Í stuttu máli, mæli ég STERKLEGA gegn ÖLLUM hjólum sem eru ekki almennilega dempuð því íslenskir göngustígar eru ÖMURLEGIR.
af kiddi
Þri 02. Jún 2020 20:34
Spjallborð: Til sölu tölvuvörur
Þráður: [TS] NVIDIA 980 Ti Founders Edition (EVGA) til sölu eða skipti á AMD RX580
Svarað: 5
Skoðað: 881

Re: [TS] NVIDIA 980 Ti Founders Edition (EVGA) til sölu eða skipti á AMD RX580

Ég þakka sýndan áhuga :) Ég er kominn með samkomulag við ColdIce og mun standa við það.
af kiddi
Þri 02. Jún 2020 13:21
Spjallborð: Til sölu tölvuvörur
Þráður: [TS] NVIDIA 980 Ti Founders Edition (EVGA) til sölu eða skipti á AMD RX580
Svarað: 5
Skoðað: 881

Re: [TS] NVIDIA 980 Ti Founders Edition (EVGA) til sölu eða skipti á AMD RX580

ColdIce skrifaði:Ef þið eruð á norðurlandi þá á ég þetta

https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=82195
Erum því miður á höfuðborgarsvæðinu :) En ég er líklega búinn að selja kortið í beinni sölu, er að bíða viðbragða frá væntanlegum kaupanda. Annars myndi ég alveg nenna að senda þetta til þín í pósti ef þú nennir að senda þitt kort á móti, ef salan gengur ekki eftir hjá mér.
af kiddi
Þri 02. Jún 2020 09:52
Spjallborð: Til sölu tölvuvörur
Þráður: [TS] NVIDIA 980 Ti Founders Edition (EVGA) til sölu eða skipti á AMD RX580
Svarað: 5
Skoðað: 881

[TS] NVIDIA 980 Ti Founders Edition (EVGA) til sölu eða skipti á AMD RX580

Er að selja fyrir vinnufélaga minn EVGA 980 Ti FE kort sem hefur ekki séð mikla notkun á sinni ~3 ára ævi, stóð í tölvu sem var mestmegnis idle eða í desktop vinnslu. Okkur langar helst að fá slétt skipti á AMD RX580 korti en annars er verðmiðinn 25.000 kr.
af kiddi
Lau 30. Maí 2020 23:24
Spjallborð: Sjónvörp, hljóðkerfi og snjalllausnir fyrir heimilið
Þráður: Besta audio fyrir lítið herbergi?
Svarað: 11
Skoðað: 1247

Re: Besta audio fyrir lítið herbergi?

Ég hugsa að ég myndi byrja á að skipta út hátölurunum fyrir sterkari áður en þú kaupir 90þ. kr. bassabox. Ég er sjálfur umkringdur allsskonar studiomonitorum á skrifstofunni og þörfin fyrir bassabox aukalega er bara núll. Mackie HR824mk2, Genelec 8020 pör og stærri, ADAM A7X o.fl. Ég held að þessir Adam T5v - þó góðir séu, eru samt ansi litlir og aumir miðað við þá sem eru aðeins ofar í fæðukeðjunni :) Skoðaðu t.d. ADAM A3X par eða Yamaha HS8, vangefið hljóð úr þeim án bassaboxins. Persónulega hata ég ýktan bassa, hann eyðileggur allt, pissar í laugina. Góða við high-end hátalara er að þú getur verið að hlusta á heila sinfóníu í lægsta styrk og þú heyrir samt í öllum hljóðfærunum, og bassinn er þykkur en náttúrulegur á sama tíma.
af kiddi
Fös 29. Maí 2020 22:14
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Maí útgáfa Win10 komin á MS
Svarað: 17
Skoðað: 2010

Re: Maí útgáfa Win10 komin á MS

Ég fékk bluescreen og þurfti að snúa til baka í v1909 (8700K/1080Ti, ekkert óvenjulegt hardware tengt)
af kiddi
Þri 26. Maí 2020 13:47
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Rafhlaupahjól
Svarað: 16
Skoðað: 2426

Re: Rafhlaupahjól

Ég er ekki viss um að ég myndi þora að fara hraðar en 25 nema vera í nánast mótorhjólahlífðarbúnaði, ég verð alveg pínu noj á 25 og meðvitaður um að ég gæti þurft að splæsa í nýjar tennur ef ég myndi fljúga fram fyrir mig.
af kiddi
Mán 25. Maí 2020 14:12
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Er einhver spenntur fyrir Intel 10th gen ?
Svarað: 30
Skoðað: 5929

Re: Er einhver spenntur fyrir Intel 10th gen ?

Verandi með 8700K og 9900K vélar í dag þá heillar 10x línan mig nákvæmlega ekki neitt - ef ég þyrfti að uppfæra í dag þá hugsa ég að ég færi í AMD, en ég finn enga þörf til að uppfæra í bili, skoða næstu kynslóð kannski :) Í viðhengi sýni ég benchmarks úr því forriti sem ég hef lifibrauð af, og þar er munurinn hvergi nærri nógu mikill til að réttlæta að bruðla í nýjan CPU og móðurborð. Ég held að stærsta hraðastökkið sem maður getur raunverulega gert í dag, er að losa sig við alla spinning harða diska og skipta alveg yfir í SSD/m2 með öll gögn sem eru geymd innan tölvukassans.
af kiddi
Þri 19. Maí 2020 10:32
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Varðandi GPU kaup
Svarað: 11
Skoðað: 1220

Re: Varðandi GPU kaup

Mitt 1080 Ti er að verða 2,5 árs gamalt, keypti það nýtt á 130þ. í janúar 2018. Það er bara örlítið hægara en 2080 Super sem kostar 145þús+ nýtt í dag svo ég verð að segja að þetta 1080 kort hefur reynst hin fínasta fjárfesting. Mér finnst eins og árum áður að maður hafi verið að kaupa nýtt GPU á ársfresti nánast til að vera boðlegur, en hér er ég 2,5 árum síðar og alsæll með nákvæmlega enga uppfærsluþörf. Ég er að spila á 27" 144hz skjá. Mæli með notuðu 1080 allan daginn, jafnvel þó það sé ekki Ti.
af kiddi
Mið 06. Maí 2020 13:03
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Gallaður skjár??
Svarað: 31
Skoðað: 2894

Re: Gallaður skjár??

Já þetta er eðlilegt, myndavélin ýkir þetta auðvitað eitthvað en já, ef þú vilt alvöru svartan þá þarftu að fara í OLED sem kostar augun úr. Nánast allir nútíma LED skjáir eiga bágt með svartan, meira að segja pro skjáir.
af kiddi
Sun 03. Maí 2020 00:45
Spjallborð: Tölvur og vélbúnaður
Þráður: Besta XL músamottan
Svarað: 7
Skoðað: 1225

Re: Besta XL músamottan

Er að nota svona, með betri fjárfestingum sem ég hef gert, æðislegt að vera með lyklaborðið og músina og allt klabbið á sömu mottunni.

https://elko.is/steelseries-qck-xxl
af kiddi
Þri 14. Apr 2020 18:52
Spjallborð: Koníakstofan
Þráður: Video platform fyrir netnámskeið (video)
Svarað: 2
Skoðað: 1348

Re: Video platform fyrir netnámskeið (video)

Ég er enginn expert en ég held að Vimeo bjóði upp á þjónustu sem tikkar í flest ef ekki öll boxin þín. Allavega veit ég um fólk sem hefur verið að selja stakan aðgang að myndböndum sínum.

https://vimeo.com/ondemand/startselling